skoladagatal 2

mentor2

myndasafn 1

vefpostur 1

leyfi

Stefán Orri 5. bekk skákmeistari Ölduselsskóla

Stefán Orri 5. bekk skákmeistari Ölduselsskóla

Skólskákmót Ölduselsskóla fór fram miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn.

Mótið var lokaþátturinn á skákárinu í skólanum, sem hefur verið viðburðarríkt. Skákæfingar hafa verið einu sinni í viku, fyrir byrjendur og einnig fyrir lengra komna. Fjórtán nemendur skólans mættu á mótið og tefldu fimm umferðir með umhugsunartímanum 5+3. Stefán tók snemma forystuna á mótinu þegar hann lagði eldri bróður sinn, Óskar Víking. Þeir bræður hafa verið duglegir við skákiðkun og hafa leitt skáksveit Ölduselsskóla í liðakeppnum skólanna undanfarin ár. Stefán hélt forystunni á mótinu til loka og leyfði einungis eitt jafntefli, gegn Baltasar Mána sem endaði í 3. sæti á eftir Stefáni og Óskari.

Lesa meira >>


Meistaramót Ölduselsskóla í skák

Meistaramót Ölduselsskóla í skák

Meistarmót Ölduselsskóla í skák verður haldið miðvikudaginn 24. maí klukkan 14:15. Skákstjóri er Björn Ívar Karlsson, sem sér um skákæfingar eftir skóla á miðvikudögum en allir nemendur skólans sem eitthvað kunna fyrir sér í skák eru hvattir til að mæta og taka þátt en mörg verðlaun eru í boði. Núverandi skólaskákmeistari er Mykhaylo Kavchuk, nemandi í 8. bekk.

Lesa meira >>


Borgarleikhúsið heimsótt

Borgarleikhúsið heimsótt

Miðvikudaginn 3. maí fór 5. bekkur í heimsókn í Borgarleikhúsið. Eins og oft áður þegar farið er í vettvangsferðir var fararmátinn strætó. Í leikhúsinu fengum við leiðsögn um og kynningu á húsnæðinu og starfseminni. Nemendur voru áhugasamir og spurðu margs. Að lokinni kynnisferð um þá staði hússins sem engir höfðu séð áður var komið að því að tylla sér niður í salinn sem hýsir litla sviðið. Þar var boðið upp á leiksýninguna Hamlet litla. Ekki var annað að heyra en sýningin vekti lukku þó svo að verkið sjálft sé rúmlega 400 ára gamalt og margir vissu ekkert hver þessi Shakespeare var. Á myndinni eru kátir krakkar ásamt með sínu fólki úr skólanum og leikurum í Hamlet litla.

Ingólfur og Elín

Lesa meira >>


5. bekkur á Sögusetrinu

5. bekkur á Sögusetrinu

Miðvikudaginn 17. maí fóru nemendur í 5. bekk ásamt með kennurum og stuðningsfulltrúum í vorferð. Lagt var af stað klukkan 9 og ekið sem leið lá um Sandsskeið, austur yfir Hellisheiði, um Ölfus, Flóann, Skeiðin, Hreppana og Þykkvabæ uns komið var á Hvolsvöll. Ákveðið hafði verið að fara á Hvolsvöll og skoða Sögusetrið þar. Nemendur lásu í vetur Njálssögu og unnu síðan verkefni sem tengist hverjum og einum kafla sögunnar. Á Sögusetrinu er einmitt sýning sem byggir á Njálssögu auk þess sem reynt er að gera þann tíma sem sagan gerist lifandi fyrir þeim sem heimsækir safnið.

Lesa meira >>


Fréttasafn

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann

Heilsueflandi Breiðholt


Capture