skoladagatal 2

mentor2

myndasafn 1

vefpostur 1

leyfi

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Ölduselsskóla óska ykkur öllum gleðilegs sumars með kærum þökkum fyrir samstarfið í vetur.  Sérstakar þakkir og kveðjur til útskriftarnemenda okkar sem voru að ljúka 10. bekk og til allra þeirra sem eru að hefja skólagöngu í Ölduselsskóla í haust.
Lokað verður vegna sumarleyfa frá 18. júní - 7. ágúst.  
Skrifstofa Ölduselsskóla opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst.  
Hlökkum til að sjá ykkur aftur hress og kát 22. ágúst.  Nánari tímasetningar auglýstar síðar.
Nemendur, verið dugleg að lesa í sumar :)  Image result for lestrarormur clip art

Lesa meira >>


Útskrift 10. bekkinga

Útskrift 10. bekkinga

Fimmtudaginn 7. júní útskrifaðist glæsilegur hópur 57 ungmenna úr Ölduselsskóla. Athöfnin fór fram á sal skólans og var einkar hátíðleg. Skólastjóri, formaður nemendaráðs og fulltrúi foreldrafélagsins héldu ávarp og umsjónarkennarar hópsins sýndu skemmtilegar myndir frá skólagöngu nemenda við mikinn fögnuð og fluttu nemendum kveðju.

Lesa meira >>


Vorhátíð Ölduselsskóla 2018

Vorhátíð Ölduselsskóla 2018

Vorhátíð Ölduselsskóla var haldin hátíðleg þriðjudaginn 29. maí 2018.

Nemendur, foreldrar og starfsmenn skemmtu sér saman í björtu en nokkuð vindasömu veðri. Aldrei þessu vant þurftum við að fresta vorhátíðinni í tvígang vegna slæms veðurs núna í maí.  Vorhátið skólans er samvinnuverkefni við foreldrafélags skólans og Vinaheima.   Vegna mikils vinds voru atriði sem áttu að vera á útisviði færð inn á svið í hátíðarsal skólans.

Lesa meira >>


Skólaskákmót Ölduselsskóla

Skólaskákmót Ölduselsskóla

Skólaskákmót Ölduselsskóla fór fram þann 30. maí síðastliðinn. Mótið var lokahnykkurinn á skákstarfinu á árinu sem hefur eins og undanfarin ár verið mjög blómlegt. Keppendur voru 16 og komu þeir bæði úr byrjenda- og framhaldshóp sem hafa verið að æfa vikulega á skólaárinu undir stjórns Björns Ívars skákkennara. Tefldar voru 5 umferðir og var umhugsunartíminn á hverja skák 5 mínútur auk 3 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Stefán Orri Davíðsson, í 6. bekk, kom sá og sigraði.

Lesa meira >>


5. bekkur safnar fyrir ABC

5. bekkur safnar fyrir ABC

Nemendur í 5. bekk Ölduselsskóla voru í söfnun á dögunum fyrir ABC barnahjálp með yfirskriftinni „Börn hjálpa börnum“.  
Alls söfnuðu þau 1
57.040 krónum.
Duglegir krakkar í 5. bekk !!
Á myndina vantar Ásdísi, Olegas, Theodór og Franzisku

Lesa meira >>

Fréttasafn

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann

Heilsueflandi Breiðholt


Capture