skoladagatal 2

mentor2

myndasafn 1

vefpostur 1

leyfi

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar

Kennarar og starfsfólk Ölduselsskóla óska ykkur öllum gleðilegs sumars með kærum þökkum fyrir samstarfið í vetur.  Sérstakar þakkir og kveðjur til útskriftarnemenda okkar sem voru að ljúka 10.bekk og til allra þeirra sem eru að hefja skólagöngu í Ölduselsskóla í haust.
Lokað verður vegna sumarleyfa frá 19. júní - 5. ágúst.  
Skrifstofa Ölduselsskóla opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.  
Nemendur, verið dugleg að lesa í sumar :) 

 

Lesa meira >>


Höfðingleg gjöf foreldra

Daginn eftir skólaslit komu foreldrar nemenda í 10. bekk færandi hendi til skólans. Þeir gerðu starfsfólki góða veislu í kaffitímanum og færðu skólanum að gjöf 75 þúsund krónur til bókakaupa á skólasafnið. Við þökkum þessum ágætu foreldrum kærlega fyrir þennan hlýhug sem er einkennandi fyrir hið góða samstarf foreldra og skólans.

Lesa meira >>


Góðgerðarmál

Góðgerðarmál

Undanfarin ár hefur nemendafélag unglingadeildar Ölduselsskóla safnað peningum og gefið til góðgerðarmála. Hluti af innkomu á öll böll sem félagið stendur fyrir, rennur til góðgerðarmála, en stærsti hlutinn kemur vegna aðgangseyri í draugahús sem nemendaráðið sér um á vorhátíð skólans.

Lesa meira >>


Skólaslit Ölduselsskóla

Skólaslit Ölduselsskóla

Skólaslit Ölduselsskóla verður miðvikudaginn 7. júní sem hér segir:
1. - 4. bekkur - Gullakistudagur og afhending einkunna klukkan 9:00 - 12:00 samkvæmt skipulagi hvers árgangs 
5.-7. bekkur - Gullakistudagur og afhending einkunna á milli 8:00 - 11:00
8. - 9. bekkur - Skólaslit og afhending einkunna kl 10:00
10. bekkur - Útskrift í hátíðarsal Ölduselsskóla með foreldrum kl 17:00-19:00

Lesa meira >>


Starfskynning - bakstur

Starfskynning - bakstur

Föstudaginn 19. maí gafst tólf nemendum Ölduselsskóla tækifæri til að kynnast námsumhverfi bakaradeildar Menntaskólans í Kópavogi.  Um er að ræða tilraunaverkefni sem IÐAN fræðslusetur stendur að og snýst um að gefa nemendum úr valnámskeiðum í grunnskólum kost á að kynnast af eigin raun námi og starfi í iðngreinum.  Áhuginn var sannarlega fyrir hendi þennan dag enda tóku nemendur baksturinn fram yfir frí frá skóla og mikið blíðskaparveður.  

Lesa meira >>

Fréttasafn

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann

Heilsueflandi Breiðholt


Capture