skoladagatal 2

mentor2

myndasafn 1

vefpostur 1

leyfi

Fimmtudaginn 7. september  var 6. bekk boðið í meiriháttar hvalaskoðun á vegum Eldingar. Veðrið var eins og best verður á kosið og sjórinn alveg sléttur, það varð enginn sjóveikur þrátt fyrir 3 klukkutíma siglingu. Minnsti skíðishvalurinn og minnsti tannhvalurinn létu sjá sig. Hrefnan kom mjög nálægt bátnum og heyrðist vel í henni blása, hrefnan var með kálf og syntu þau allt í kringum bátinn. Hnísu er yfirleitt erfitt að sjá því hún er lítil og fellur inn í öldurnar en þar sem gott var í sjóinn sást hún vel. Þetta var einstök upplifun og gaman að fá tækifæri til að sjá hvali í þeirra umhverfi. Og þökkum við þeim í Eldingu fyrir frábæra ferð og þjónustu.

 

Annars er 6. bekkur á fullu í vinnu í tengslum við hvali og verða orðin sérfræðingar í hvölum þegar þessu þema líkur. Í tengslum við stærðfræðina var farið út á skólalóð og hvalir teiknaðir upp í raun stærð og nemendur reyndu að koma sér fyrir með mismunandi hætti í nokkrum þeirra.
Elín Inga og Salóme.

Sjá nokkrar myndir hér

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann

Heilsueflandi Breiðholt


Capture