Skip to content

Afmælishátíð Ölduselsskóla

Miðvikudaginn 3. júní héldum við upp á 45 ára afmæli Ölduselsskóla.

Dagurinn var yndislegur. Nemendur og starfsfólk skemmti sér vel bæði úti og inni þar sem ýmislegt var hægt að gera. Fjölbreyttir hoppukastalar voru í boði, bubblu-boltar, andlitsmálning, sýndarveruleika-gleraugu, handbolti, körfubolti, pylsur, popp, súkkulaðikaka og mjólk ásamt fleiru. Vanalega hafið þið tekið þátt í þessari hátíð með okkur en að þessu sinni þurftum við að breyta út af vananum. Margir nemendur höfðu á orði að þetta væri besti dagur lífs þeirra. Við þökkum stjórn foreldrafélagsins kærlega fyrir þeirra þátt í undirbúningi og stuðningi við hátíðina.

Sjá myndir hér