Skip to content
11 ágú'22

Skólasetning 2022 – 2023

Kæru foreldrar / forráðamenn  Mánudaginn 22. ágúst er skólasetning Ölduselsskóla skólaárið 2022-2023 Skólasetning Ölduselsskóla fer fram á hátíðarsal skólans mánudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti samkvæmt þeim tímasetningum sem koma fram hér að neðan. Kennsla samkvæmt stundaskrá að lokinni skólasetningu hjá hverju stigi. Skólasetning og kennsla samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í 2. – 10. bekk Kl.…

Nánar
14 jún'22

Útskrift í 10. bekk

Þann 7. júní útskrifaðist flottur hópur nemenda í 10. bekk úr Ölduselsskóla við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Athöfnin gekk vel, það var mikið hlegið og sungið og vorum við mjög heppin með veður. Ásgeir Máni flutti ræðu fyrir hönd nemendaráðsins, Guðmundur Kristinn spilaði á gítar og Elma Finnlaug og Oddný Victoria spiluðu saman á…

Nánar
25 maí'22

Vorhátíð 2022/Spring Festival 2022

English below… Vorhátíð Ölduselsskóla var haldin þriðjudaginn 24. maí. Hátíðin heppnaðist mjög vel þrátt fyrir smá rigningu. Mikill fjöldi barna og foreldra/forráðamanna mættu í pollagallanum og skemmtu sér konunglega. Mikið var um skemmtilega afþreyingu svo sem hoppukastalar, kajakar, bubblubolti, andlitsmálning og gæddi fólk sér á pylsum við ljómandi tónlist. Kökubasar 6. bekkjar gekk vel og…

Nánar
24 maí'22

Guðmundur Kristinn hlaut nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

Í gær hlaut Guðmundur Kristinn Davíðsson í 10. JB nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.  Hann var tilnefndur fyrir góðan námsárangur, einstaka og jákvæða framkomu, virkni í félagsstörfum og leiðtogahæfileika. Guðmundur Kristinn sýnir góðan námsárangur í öllum námsgreinum, hann er virkur í félagsstarfi nemenda, varaformaður nemendaráðs, er fulltrúi nemenda í Skólaráði annað árið í röð og…

Nánar
13 maí'22

Meistaralestur

Lestrarátak var haldið í skólanum dagana 26. apríl – 2. maí og tóku allir bekkir þátt í átakinu. Meistaralestur er heimalestrarátak sem stendur í viku þar sem nemendur lesa heima af kappi og skrá lesturinn á skráningarblað. Verðlaun, brons, silfur eða gull, voru veitt að átaki loknu eftir því hversu margar mínútur hver árgangur las…

Nánar
25 apr'22

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Ölduselsskóla óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.

Nánar
19 apr'22

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin þann 29. mars eftir tveggja ára pásu. Borgarholtsskóli hefur haldið keppnina undanfarin ár og var almenn ánægja með það að hægt væri að halda hana aftur. Tilgangur með keppninni er „að efla stærðfræðiáhuga ungs fólks og auka tengsl grunnskólanna við Borgarholtsskóla“. Þriðjudaginn 5. apríl var boðað til verðlaunaafhendingar og…

Nánar
08 apr'22

Gleðilega páska

Kæru foreldrar, Páskaungarnir mættu til okkar eins og venjan er og voru þeir sex talsins. Þeir vöktu mikla lukku og fengu nemendur að heilsa upp á þá ásamt því að nokkrir leikskólar í hverfinu lögðu leið sína í skólann til að líta þá augum. Að öðru, páskafrí í skólanum hefst þann er í 9. apríl…

Nánar
08 apr'22

Upplestrarkeppnin

Upplestrarkeppnin í hverfinu okkar var haldin í Breiðholtskirkju þann 7. apríl. Fulltrúar nemenda úr öllum fimm Breiðholtsskólunum tóku þátt og stóðu sig með prýði. Andrea Sæmundsdóttir og Halldóra Arnalds Guðmundsdóttir tóku þátt fyrir hönd Ölduselsskóla. Hjartanlega til hamingju með góðan árangur.

Nánar