Skip to content

Enskuverkefni í 7. bekk

Nemendur í 7. bekk í Ölduselsskóla unnu skemmtilegt verkefni í ensku í október. Nemendur unnu saman í hóp og átti hver hópur að velja sér eina bíómynd til að kynna fyrir öðrum. Nemendur fengu því tækifæri til að efla orðaforða sinn, tjá sig á ensku, vinna saman í hóp og koma fram. Nýttar voru fjölmargar leiðir til að kynna verkefnin. Margir útbjuggu veggspjöld, settu saman glærukynningar og fundu ýmsar skemmtilegar leiðir til að kynna verkefni sín.

Einn hópur ákvað að velja myndina um Svamp Sveinsson og kynna hana. Hópurinn ákvað að búa til líkan af umhverfinu sem Svampur og félagar búa í, Bikiní botna. Þeir notuðu pappakassa og plastskálar til að búa til umhverfið og fengu svo að mála í myndmenntastofunni. Hópurinn sem samanstóð af nokkrum drengjum,  var í þrjár vikur að undirbúa verkefnið og þeir lögðu mikinn metnað í það. Þeir sögðu sjálfir að þeir hafi lagt sig mikið fram og að þeir hafi gert sitt besta. Kynningin á verkefninu gekk vel og höfðu þeir ákveðið að spila lag í upphafi sem þeir sömdu sjálfir. Verkefnið þeirra mun vera til sýnis fyrir aðra nemendur þegar hægt er að létta á þeim takmörkunum sem gilda í skólanum í dag.

Sjá nokkrar myndir hér