Starfsreglur Foreldrafélags Ölduselsskóla

1. grein

Félagið heitir Foreldrafélag Ölduselsskóla.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein

Foreldrar/forráðamenn allra skráðra nemenda skólans eru félagsmenn.

3. grein

Megintilgangur félagsins er að stuðla að heill og hamingju nemanda, öflugu samstarfi heimila og skólans. Efla skólastarfið í samstarfi við starfsmenn skólans og yfirstjórn menntamála, þannig að það leið til betri menntunar.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a með því:

-Að efla almennt félagsstarf og umræður um skóla og uppeldismál í samráði við starfsmenn skólans.

-Að veita skólanum, starfsmönnum hans og nemendum, lið í að bæta aðstæður til náms og félagsstarfa.

-Að styðja við lista og menningarlíf innan skólans.

4. grein

Á vegum félagsins skulu fyrir hvern bekk vera tveir bekkjarfulltrúar úr hópi foreldra/forráðamanna barna í bekknum.

Þeir skulu í upphafi hvers skólaárs að hausti boða til fundar með foreldrum/forráðamönnum barna hvers bekkjar.

Á fundinum skal kjósa annan bekkjarfulltrúann til tveggja ára og skal sá ganga út í staðinn sem setið hefur í tvö ár. Í 1.bekk skulu þá kosnir tveir fulltrúar og þá annar til eins árs. Í 10.bekk skal fulltrúinn kosinn til eins árs.

Verkefni fulltrúanna er að vinna með bekkjarkennara við undirbúning og framkvæmd bekkjarfunda og skemmtana og sinna öðrum þeim störfum sem miða að því að styrkja starf skólans og treysta samband hans við heimilin.

Störf sín skulu fulltrúarnir vinna í sem mestu samráði og samvinnu við aðra foreldra/forráðamenn, sem enda séu þeim til aðstoðar.

5. grein

Innan félagsins skal starfa fulltrúaráð. Það skal skipað einum bekkjarfulltrúum hvers árgangs. Verkefni þess bekkjarfulltrúa er setu á í fulltrúaráðinu er að vera tengiliður bekkjarins við ráðið og stjórn félagsins. Minnst annan hvern mánuð, þá mánuði sem skólinn starfar, skal stjórn félagsins boða til og halda fulltrúarráðsfund. Þar skulu rædd mál er varða skólann almennt. Fulltrúaráð skal láta sig hagsmuni heildarinnar varða.

6. grein

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar er 1.júní ár hvert.

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins, ræður úrslitum um meginmál þess, setur félaginu lög, samþykkir reikninga þess og kýs því stjórn.

Aðalfundur ákveður hverju sinni þá fjárhæð sem foreldrar/forráðamenn greiði í foreldrasjóð.

Honum skal varið eins og stjórnin ákveður til að standa straum af kostnaði félagsins.

Einfaldur meirihluti félagsmanna ræður úrslitum í öllum málum.

7. grein

Fráfarandi stjórn boðar aðalfund. Aðalfundur skal boðaður með minnst viku fyrirvara. Í fundarboði skal stjórnin kynna efni fundarins ásamt tillögum sínum um næstu stjórn. Stjórn skal skipuð 7 stjórnarmönnum. Stjórnarmenn skulu kosnir úr hópi foreldra þeirra barna sem skráð hafa verið í skólann fyrir næsta starfsár eftir aðalfund. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.

8. grein

Stjórn félagsins heldur með sér reglulega fundi. Á fyrsta fundi reglulegrar stjórnar skal hún skipta með sér verkum og kjósa varaformann, gjaldkera og ritara úr sínum hópi.

9. grein

Heimilt og æskilegt er að skólastjóri sitji fundi stjórnar foreldrafélagsins. Skólastjóri hefur á fundum þessum málfrelsi og tillögurétt. Annar fulltrúi foreldra í skólaráði skal vera úr stjórn foreldrafélagsins.

10. grein

Félagsstjórn getur kosið nefndir sér til aðstoðar við úrlausn verkefna eftir því sem þörf gerist.

Við nefndarkjör skal formaður kosinn sérstaklega. Þá skal þess getið í hverju verkefni nefndarinnar eru fólgin, hvenær þau hefjist og hvenær þeim skuli ljúka. Þá skal og ákveðið hvernig samband nefndarinnar við stjórn félagsins skuli háttað.

11.grein

Einu sinni á hverju skólaári hið minnsta skal stjórnin boða til og halda félagsfund þar sem ræða skal meginverkefni í starfi félagsins og skólans, bjóða upp á fræðslu eða standa að hvers skonar samkomu sem stuðlar að bættu samstarfi foreldra og skóla.

12.grein

Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda sé getið tillögu um það í fundarboði.

 

 

 

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann