Foreldrafélag Ölduelsskóla
Almennar upplýsingar
Í Ölduselsskóla er starfrækt öflugt foreldrafélag. Allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum eru félagar og stjórn félagsins er skipuð breiðum hópi fulltrúa þeirra. Aðalfundur er haldinn að vori og eru allir foreldrar og forráðamenn boðaðir á hann. Í aðalfundarboði er stillt upp hópi fólks sem býður sig fram í stjórn sem kosin er á fundinum. Ekki er kallað eftir framboðum á staðnum.
Hlutverk foreldrafélags Ölduselsskóla er að styðja skólastarf, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Starf foreldrafélagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra/forráðamanna nemenda í hverjum bekk og skólans. Stjórnin fundar reglulega einu sinni í mánuði og oftar ef ástæða er til. Félagið starfar eftir reglum sem kveða meðal annars á um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Ef foreldrar/forráðamenn vilja koma málum á framfæri við stjórnina er hægt að hafa samband með tölvupósti eða símleiðis.
Tveir eða fleiri bekkjarfulltrúar eru valdir úr foreldrahópnum í hverjum bekk og er hlutverk þeirra m.a. að halda utan um bekkjarstarf í samráði við kennara og með þátttöku annarra foreldra og mæta á aðalfund foreldrafélagsins.
Foreldrar hvers árgangs fyrir sig eru með foreldrasíðu á Facebook sem er hugsuð sem upplýsingaveita og vettvangur til að skipuleggja foreldrasamstarf.
Markmið
- að styðja við skólastarfið
- stuðla að velferð nemenda skólans
- efla tengsl heimilis og skóla
- hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
- hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
- Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.
Fréttir úr starfi
Lestrarátak var haldið í skólanum dagana 26. apríl – 2. maí og tóku allir bekkir þátt í átakinu. Meistaralestur er heimalestrarátak sem stendur í viku þar sem…
Nánar