Skip to content

    Í Ölduselsskóla gildir sú regla að ef foreldrar óska eftir leyfi fyrir barn sitt getur umsjónarkennari eða skrifstofa veitt leyfi í 1-2 daga. Þegar sótt er um lengra leyfi fara skólastjórnendur yfir umsóknina og veita leyfi eða hafna því og er æskilegt að umsókn berist með að minnsta kosti viku fyrirvara.
    Vakin er athygli á því að foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna á meðan á leyfi stendur (sbr. grunnskólalög).


    Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. (15. grein grunnskólalaga)