Fréttir

Aðalvalmynd = Fréttir

Fimmtudaginn 14. september 2017 hófst formlega í Ölduselsskóla alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann.

En verkefninu er ætlað að minna okkur á mikilvægi þess að fara eftir umferðarreglum, draga úr umferð og mengun með því að ganga í stað þess að ferðast með ökutækjum sem brenna bensíni eða olíu. Þá er tilgangurinn að hvetja til heilbrigðra lifnaðarhátta eins og mikilvægi þess að ganga 15 mínútur daglega.
Nemendur komu saman í hátíðarsal skólans, þar sem farið var yfir tilgang verkefnisins, sunginn skólasöngurinn og að lokum stjórnaði Helga Sigmundsdóttir, kennari í 4. bekk, upphitun fyrir gönguna, ásamt þremur nemendum í 7. bekk, þeim Aðalheiði Gná, Helenu Rut og Söru Líf.
Síðan var farið með nemendur gönguferðir í blíðskaparveðri, þar sem 10. bekkur fór í göngu með 5. bekk, 9. bekkur með 4. bekk, 8. bekkur með 3. bekk, 7. bekkur með 2. bekk og 6. bekkur með 1. bekk.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Miðvikudaginn 13.sept fóru 10.bekkir og unnu vatnamælingaverkefni niður við Elliðaár. Unnið var á fjórum stöðvum þar sem eftirfarandi var mælt: breidd milli bakka, meðaldýpt, rennslishraði flots milli stika og hitastig. Nemendur drógu saman tölfræðilegar upplýsingar af nákvæmni (vísindaleg aðferð) og koma til með að vinna úr þeim og leita svara m.a. við því hve mikið vatn rennur á hverri sekúndu um árnar. Stefnt er að samanburðarathugun að vori.
Sjá myndir

Prenta | Netfang

Nemendur 8.b rannsaka lífverur í nágrenni skólans. Fjöldi plantna og smádýra leynast í nágrenni okkar þegar grannt er skoðað. Nemendur voru fljótir að finna mismunandi lífverur til að vinna greiningarverkefni sitt. Nemendum fannst gaman að upplifa nágrenni skólans og það lífríki í umhverfi hans sem sjaldnast fær athygli.
Sjá nokkrar myndir hér

Prenta | Netfang

Þessa vikuna eru nemendur 9.b að vinna raunathuganir á vettvangi með hugtakið ferð. Nánari skilgreining þess er hraði hlutar í ákveðna stefnu. Nemendur mældu vegalengd (S) í metrum á milli tveggja ljósastaura(fastra punkta) á völdum stöðum í Skógarseli. Síðan tímamældu (t í sekúndum) þeir hversu lengi bílar fóru á milli punkta A til B. Eftir að hafa tekið sjö mælingar fóru nemendur tilbaka í skólann þar sem var unnið úr niðurstöðunum og hraði bílanna(v) m/s,  fundinn útfrá formúlunni S=v*t. Skilningur nemenda á forsendum hraðamælinga hefur aukist. Talsverðar umræður voru um hraða og áhrif hans.
Sjá nokkrar myndir hér

Prenta | Netfang

Skólasetning Ölduselsskóla verður þriðjudaginn 22. ágúst.

Kl. 9:00      1. - 4. bekkur - skólasetning á sal - foreldrar hjartanlega velkomnir
Kl. 10:00     5.- 7. bekkur - skólasetning á sal - foreldrar hjartanlega velkomnir
Kl. 11:00     8. - 10. bekkur  - skólasetning á sal - foreldrar hjartanlega velkomnir 

Að lokinni skólasetningu ganga nemendur með umsjónarkennurum sínum til stofu og fá afhentar stundatöflur og bókalista.  
Haustsamtöl hefjast þennan dag.

Miðvikudaginn 23. ágúst verða haustsamtöl, en það er dagur til sveigjanlegs skólastarfs.  Kennarar eiga samtöl við foreldra og nemendur.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann