Fréttir

Aðalvalmynd = Fréttir

 

Í 8.bekk eru nemendur að vinna með eðlis og efnafræði kertabruna. Kerti eru mörgum hugleikin um hátíðarnar sem framundan eru. Ekki er allt sem sýnist í þeim efnum það er þegar kerti brennur. Meðal rannsóknarefna er, hvað verður um vaxið, hver eru skilyrði brunans og hvaða efni myndast. Forhugmyndir nemenda um kerti eru þemað fyrri vikuna og þá seinni eru gerðar ýmiskonar efnafræðitilraunir með kerti. Nemendur vinna með litvísa (BTB og Phenolptalen), ísvatn og undirþrýstings efnagreinir sem er drifin af kranavatni. Áhugi á bruna kertis og efnafræði þess leyndi sér ekki.

Prenta | Netfang

 

Þriðjudaginn 8. nóvember var haldinn Vinadagur hér í Ölduselsskóla. Vinadagurinn er haldinn ár hvert í tengslum við baráttudag gegn einelti, dagurinn er einnig hluti af Olweusaráætlun skólans gegn einelti. Við brutum upp hefðbundið skólastarf og tengdum árganga saman í vinapör.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Í síðustu viku tók Ölduselsskóli þátt í knattspyrnumót grunnskóla Reykjavíkur. Mótið fer fram ár hvert í Egilshöll fyrir 7.og 10.bekk.

Fyrst fer fram riðlakeppni og þeir skólar sem vinna sína riðla fara áfram í úrslit og spila þar í milliriðli. Þeir skólar sem vinna milliriðlana spila svo til úrslita.

Stelpurnar í 7.bekk töpuðu ekki leik í sínum riðli. Þær spiluð svo í milliriðli en töpuðu þar m.a fyrir Hlíðaskóla sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Krakkarnir okkar stóðu sig vel og voru skólanum til sóma.

Prenta | Netfang

Í dag hófst sjálfsafgreiðsla nemenda í mötuneytinu. Aðalmarkmiðið með breytingunni er að nemendur taki sjálfir ákvörðun um hvað og hversu mikið þeir borða af því sem í boði er hverju sinni og að minnka matarsóun um leið.
Sjá myndir

Prenta | Netfang

Þriðjudaginn 19. september síðastliðinn lagði vaskur hópur nemenda í Ölduselsskóla ásamt með umsjónarkennurum síðustu tveggja ára, í ferð til Vestfjarða, rúmlega 50 manna hópur. Fyrsta stopp var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp með sínum stóra heita potti. Stór hópur nemenda fór í laugina í Reykjanesi og naut sín þar. Einnig var farið í heimsókn í Saltverk, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að vinna salt úr sjó með því að nota heita vatnið á Nesinu.

Þegar komið var til Ísafjarðar var farið að gististað okkar Sigurðarbúð á Skeiði, en Kiwanisfélagið Básar á það hús og hafði boðist til að lána okkur það gegn mjög vægu gjaldi.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann