Skáksveit Ölduselsskóla sigraði af miklu öryggi á hinu árlega Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs. Mótið sem fram fór fyrsta sunnudaginn í aðventu, þann 3. desember síðastliðinn, er að öllu jöfnu fyrsta skólaskákmót hvers skólaárs. Að þessu sinni tefldi Ölduselsskóli fram tveimur sveitum í flokki 8.-10. bekkjar. A-sveit skólans hlaut 19 vinninga af 20 mögulegum og sigraði af öryggi eins og áður sagði. Sveitin hefur verið afar sigursæl í gegnum tíðina og hefur unnið yngri flokk Jólaskákmótsins síðastliðin ár en er nú að vinna elsta flokkinn í fyrsta sinn. Þetta er þrátt fyrir að skáksveitin hafi verið sú yngsta á mótinu. B-sveit Ölduselsskóla hlaut 9 vinninga og endaði í 3. sæti. Það er eftirtektarvert að bæði a- og b-sveitir sama skólans nái verðlaunum. Fyrir a-sveit Ölduselsskóla tefldu Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Birgir Logi Steinþórsson. Fyrir B-sveit Ölduselsskóla tefldu Elfar Ingi Þorsteinsson, Viktor Már Guðmundsson, Ívar Lúðvíksson, Frank Gerritsen og Garðar Már Einarsson. Liðsstjóri sveitanna var Björn Ívar Karlsson skákkennari, sem einnig sér um vikulegar skákæfingar í skólanum.

 

Í 4. sæti mótsins með 7,5 vinning var svo sveit Breiðholtsskóla. Talsverða athygli vakti að þrjár af fjórum efstu skáksveitum mótsins kæmu af sama svæði Reykjavíkur en það sama var upp á teningunum á mótinu í fyrra þegar Ölduselsskóli sigraði á mótinu en Breiðholtsskóli var þá einnig í 4. sæti. Þeir sem tefldu fyrir Breiðholtsskóla voru Bjarki Dagur Arnarsson, Ásgeir Valur Kjartansson, Pálmi Hrafn Gunnarsson og Sigurður Ríkharð Marteinsson. Liðsstjóri var Daði Guðjónsson sem stendur fyrir skákkennslu í skólanum.

Fyrir þá krakka í Breiðholtinu sem hafa áhuga á skák má einnig benda á ókeypis, opnar æfingar hjá Skákfélaginu Huginn á mánudögum frá kl. 17:15 til 19. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni, inngangur er við hliðina á Subway og félagsheimilið er á 3. hæð.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann