10. bekkur fékk góða heimsókn í gær, fimmtudag. Þá mætti á svæði Elfar Logi Hannesson leikari. Elfar höfðu nemendur hitt vestur í Haukadal í Vestfjarðaferðinni góðu í september. Erindi Elfars sem rekur Kómedíuleikhúsið og hefur um árabil skipulagt einleikjahátíðina Act-alone vestur á fjörðum, var að sýna nemendum einleikinn um Gísla Súrsson. Í Haukadal hafði Elfar sagt nemendum undan og ofan af lífshlaupi Gísla. Frásögnina nýttu nemendur í vinnu sinni um Gísla sögu sem er hluti af íslenskunámi vetrarins. Elfar hefur farið með sýninguna um Gísla Súrsson milli skóla á Íslandi í að minnsta kosti 13 ár og sýningin hér í Ölduselsskóla var númer 322 í röðinni. Hann hefur sýnt sýninguna í meira en 70 skólum á þessum árum og í marga skóla kemur hann á hverju ári til að sýna nemendum 10. bekkjar sýninguna um Gísla súra. Sýningin vakti lukku og Elfar er klár í slaginn þegar næst verður hóað í hann.

Fleiri myndir hægt að sjá hér

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann