sklahreysti 1

Í gær tók Ölduselsskóli þátt í úrslitum Skólahreysti í annað sinn í sögu Skólahreystis. Stemningin var gríðarleg í Laugardalshöllinni. Ölduselsskóli átti fullt af stuðningsmönnum sem sungu og hvöttu liðið alveg til enda. Meðal þeirra sem voru í stuðningsliðinu voru Górilla, Risaeðla og Jesú, ekki amalegt lið það! 

 

Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel og bætta sig í öllum þrautunum. Magnea meiddist í armbeygjunum og þurfti Margrét Júlía að taka hreystigreipina og stóð sig frábærlega. Í Upphífingum og dýfum bætti Ástþór töluvert og var ótrúlega nálægt því að vinna upphífingarnar en endaði í 3ja sæti og munaði aðeins 2 upphífingum á honum og þeim sem vann.

Í hraðabrautinni voru Altina Tinna og Björn Máni. Þau bættu sig einnig síðan í undankeppninni og hefðu örugglega bætt sig enn meira ef Björn hefði ekki meitt sig á miðri leið en hann kláraði brautina af miklu harðfylgi. Sveinn Logi var varamaður og tilbúinn til að hoppa inn í ef einhver af strákunum hefði ekki getað keppt.

Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel bæði í stúkunni og inn á keppnisvellinum.sklahreysti2

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann