Skólaskákmót Ölduselsskóla fór fram þann 30. maí síðastliðinn. Mótið var lokahnykkurinn á skákstarfinu á árinu sem hefur eins og undanfarin ár verið mjög blómlegt. Keppendur voru 16 og komu þeir bæði úr byrjenda- og framhaldshóp sem hafa verið að æfa vikulega á skólaárinu undir stjórns Björns Ívars skákkennara. Tefldar voru 5 umferðir og var umhugsunartíminn á hverja skák 5 mínútur auk 3 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Stefán Orri Davíðsson, í 6. bekk, kom sá og sigraði.

Hann tefldi af miklu öryggi, gaf andstæðingum sínum engin tækifæri og vann allar skákirnar. Næstur á eftir honum varð bróðir hans, Óskar Víkingur í 8. bekk, með 4 vinninga. Í 3.-4. sæti urðu Birgir Logi Steinþórsson og Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, báðir í 7. bekk. Birgir Logi varð hærri á stigum og hlaut 3. verðlaun. Efstur keppenda í byrjendaflokki varð Eythan Már Einarsson 1. bekk, sem hlaut 3 vinninga.

Skákstarfið í Ölduselsskóla heldur áfram í haust og verða æfingarnar með svipuðum hætti á miðvikudögum. Framhaldshópur kl. 14:30 og byrjendahópur kl. 15:10. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og reyna fyrir sér á reitunum 64.

Björn Ívar Karlsson

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann