Vorhátíð Ölduselsskóla var haldin hátíðleg þriðjudaginn 29. maí 2018.

Nemendur, foreldrar og starfsmenn skemmtu sér saman í björtu en nokkuð vindasömu veðri. Aldrei þessu vant þurftum við að fresta vorhátíðinni í tvígang vegna slæms veðurs núna í maí.  Vorhátið skólans er samvinnuverkefni við foreldrafélags skólans og Vinaheima.   Vegna mikils vinds voru atriði sem áttu að vera á útisviði færð inn á svið í hátíðarsal skólans.

 

Sérstaklega var gaman að hlusta á sönginn um meistara Jakob fluttan á fjórum tungumálum en 1. bekkingar sungu á frönsku, 2.bekkingar sungu á ungversku, 3. bekkingar sungu á ítölsku og 4. bekkingar á pólsku. Síðan sungu allir saman á íslensku. Nemendur á yngsta stigi höfðu æft meistara Jakob í tilefni heimsóknar erlendra  kennara og nemenda  fyrr í mánuðinum en Ölduselsskóli er þáttakandi með þessum fjórum löndum  í Erasmus verkefni.

Síðan fengum við að njóta frumsaminna dansa frá fimm stúlkum í 4. bekk. Þá spilaði Snær í 10. bekk á klassískan gítar og að lokum var það  Marta Karitas í 9. bekk  sem spilaði á gítar og söng tvö lög.

Að lokinni dagskrá á sviði var opnað á alls konar leikjastöðvar. Þá fengu allir sem vildu grillaðar pylsur. þrjár deildir frá Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) eða knattspyrnudeild, körfuboltadeild og keiludeild tóku þátt í vorhátíðinni og voru með stöðvar og erum við afskaplega þakklát að eiga með þeim samstarf. Þá var í boði veltibíll, hoppu-kastali, kajakar í sundlaug, Bubbluboltar, jeppadráttur, þrautabraut, hreystibraut og andlistsmálun.  Eina stöðin sem þurfti að borga sig  inn í var Draugahúsið en nemendafélagið safnar alltaf til góðgerðarmála og að þessu sinni var safnað fyrir Umhyggju, félagi langveikra barna.  Þá stóð 6. bekkur fyrir kökubasar og kaffihúsi.
Óhætt er að segja að allt hafi gengið vel og allir skemmt sér vel.
Við sendum foreldrum, starfsmönnum og starfsmönnum Vinaheima og nemendum sem komu að undibúningi og framkvæmd okkar bestu þakkir fyrir góða Vorhátíð.

Hér má sjá myndir frá vorhátíðinni.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann