Fimmtudaginn 7. júní útskrifaðist glæsilegur hópur 57 ungmenna úr Ölduselsskóla. Athöfnin fór fram á sal skólans og var einkar hátíðleg. Skólastjóri, formaður nemendaráðs og fulltrúi foreldrafélagsins héldu ávarp og umsjónarkennarar hópsins sýndu skemmtilegar myndir frá skólagöngu nemenda við mikinn fögnuð og fluttu nemendum kveðju.

Einn útskriftarnemi las frumsamda sögu, annar spilaði ljúfa tóna á gítar og nokkrir hæfileikaríkir söngvarar stigu á svið. Árgangurinn kom skólanum sínum einnig skemmtilega á óvart með veglegri gjöf sem var afgangur af fjáröflun vegna útskriftarferðar og gaf heimilisfræði Ölduselsskóla 200 þúsund krónur til að kaupa búnað fyrir kennslustofuna.
Eftir að nemendur höfðu fengið afhendan vitnisburð og voru formlega útskrifaðir var haldið til veglegrar veislu í boði foreldra í íþróttasal skólans.
Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju. Megi framtíð þeirra verða björt og farsæl.
Kær kveðja, starfsfólk Ölduselsskóla.
Myndir frá útskriftinni eru hér.

 

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann