forsida

Göngum í skólann er alþjóðlegt verkefni þar sem markmið er að “stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu gönguvænt umhverfið er”.

Verkefnið er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann var sett miðvikudaginn 5. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10. október.

Þetta er í tólfta sinn sem verkefnið er haldið hér á landi og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt.

 Skólinn hefur nú þegar verið skráður til leiks og við hvetjum alla til þess að taka þátt. Þann 19. september setjum við verkefnið formlega í Ölduselsskóla. Þá hittast allir nemendur á sal þar sem verkefnið er kynnt og kennari stýrir sameiginlegri hreyfingu. Eftir kynninguna fara nemendur út í skipulagða gönguferð í nágrenni skólans. Við hvetjum alla nemendur til að nota virkan ferðamáta (t.d. ganga eða hjóla). Fimmtudaginn 20. september byrja umsjónarkennarar að skrá niður fjölda þeirra sem koma gangandi/hjólandi í skólann og lýkur henni 4. október.

Við hvetjum ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til þess að nýta ykkur verkefnið og þá umræðu sem skapast þennan mánuðinn til þess að ræða þessi mál við börnin ykkar og fara öruggustu leiðina í skólann með yngstu börnunum.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann