Miðvikudaginn 19. september 2018 hófst formlega í Ölduselsskóla alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann.

Ölduselsskóli er heilsueflandi skóli sem hluti af heilsueflandi Breiðholti og leggjum við áherslu á heilsu og heilbrigði.

Markmið með verkefninu er að auka hreyfingu. Milljónir barna í yfir 40 löndum víðsvegar um heiminn taka þátt í þessu verkefni. Hér á landi eru yfir 70 skólar sem taka þátt á einn eða annan hátt.

 Allir nemendur og starfsfólk komu saman í hátíðarsal skólans þar sem Elínrós aðstoðarskólastjóri fór yfir tilgang verkefnisins, sunginn var skólasöngurinn og íþróttakennararnir, Eyjólfur, Erla Dís og Þórunn, stýrðu sameiginlegri hreyfingu. Að lokum var farið í gönguferð. Búið var að skipuleggja fimm mismunandi gönguleiðir. Tveir og tveir árgangar gengu saman í blíðskaparveðri þar sem 10. bekkur fór í göngu með 5. bekk, 9. bekkur með 4. bekk, 8. bekkur með 3. bekk, 7. bekkur með 2. bekk og 6. bekkur með 1. bekk.

Frá og með 20. september til 4. október verður gerð könnun meðal nemenda hvort þeir koma fótgangandi, hjólandi eða akandi í skólann.

Við biðjum foreldra og forráðamenn að hvetja börn sín til að ganga eða hjóla í skólann. Í leiðinni væri hægt að ræða um öryggi barna sinna í umferðinni, notkun endurskinsmerkja, notkun reiðhjólahjálma og almennt um hollustu og heilbrigði.

SJÁ MYNDIR HÉR

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann