Íslenskuverðlaun unga fólksins voru veitt í ellefta sinn, í tilefni af Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu og töluðu og rituðu máli. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og afhenti hún verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu 16. nóvember síðastliðinn. Frá Ölduselsskóla hlutu verðlaun að þessu sinni þær Katla Hlökk Tómasdóttir, Edda Ísold Bjarnadóttir og Þóra Rannveig Emmudóttir fyrir framúrskarandi tök á íslensku máli. Við óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann