Vikan 19. – 23. mars hefur heldur betur verið viðburðarík í skólanum okkar og nemendur verið einstaklega sigursælir á ýmsum stöðum.

Stærðfræðikeppni

Strfrikeppni

Í síðustu viku tóku nemendur á unglingastigi þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna og voru fimm þeirra boðaðir á verðlaunaafhendingu miðvikudaginn 21. mars þar sem þeir voru meðal 10 efstu hver í sínum aldursflokki. Það voru stærðfræðisnillingarnir Jóel Gauti í 8. bekk, Bassirou og Viktor Már í 9. bekk og  10. bekkingarnir  Andri Már og Dagur sem náðu þessum frábæra árangri.

Skólahreysti

Sklahreysti

Fimmtudaginn 22. mars  tóku nemendur í 9. og 10. bekk þátt í Skólahreysti og gerðu sér lítið fyrir og unnu sinn riðil sem tryggir þeim sæti í úrslitakeppninni. Glæsilegir fulltrúar Ölduselsskóla eru Ástþór Árni, Altina Tinna, Magnea og Björn Máni auk varamannanna Margrétar Júlíu og Sveins Loga. Við hlökkum mikið til að fylgjast með þeim í úrslitum sem fara fram í Laugardagshöllinni þann 12. maí.

Stóra upplestrarkeppnin

erik og sara2

Fimmtudaginn 22. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Breiðholtskirkju þar sem fulltrúar nemenda úr 7. bekk allra skólanna í Breiðholti lásu texta og ljóð. Erik Gerritsen og Sara Líf stóðu sig bæði með stakri prýði og hlaut Erik verðlaun fyrir 2. sæti.

Við getum verið ótrúlega stolt af unga fólkinu okkar og óskum þeim og kennurum þeirra innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann