Skip to content
13 maí'22

Meistaralestur

Lestrarátak var haldið í skólanum dagana 26. apríl – 2. maí og tóku allir bekkir þátt í átakinu. Meistaralestur er heimalestrarátak sem stendur í viku þar sem nemendur lesa heima af kappi og skrá lesturinn á skráningarblað. Verðlaun, brons, silfur eða gull, voru veitt að átaki loknu eftir því hversu margar mínútur hver árgangur las…

Nánar
25 apr'22

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Ölduselsskóla óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.

Nánar
19 apr'22

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin þann 29. mars eftir tveggja ára pásu. Borgarholtsskóli hefur haldið keppnina undanfarin ár og var almenn ánægja með það að hægt væri að halda hana aftur. Tilgangur með keppninni er „að efla stærðfræðiáhuga ungs fólks og auka tengsl grunnskólanna við Borgarholtsskóla“. Þriðjudaginn 5. apríl var boðað til verðlaunaafhendingar og…

Nánar
08 apr'22

Gleðilega páska

Kæru foreldrar, Páskaungarnir mættu til okkar eins og venjan er og voru þeir sex talsins. Þeir vöktu mikla lukku og fengu nemendur að heilsa upp á þá ásamt því að nokkrir leikskólar í hverfinu lögðu leið sína í skólann til að líta þá augum. Að öðru, páskafrí í skólanum hefst þann er í 9. apríl…

Nánar
08 apr'22

Upplestrarkeppnin

Upplestrarkeppnin í hverfinu okkar var haldin í Breiðholtskirkju þann 7. apríl. Fulltrúar nemenda úr öllum fimm Breiðholtsskólunum tóku þátt og stóðu sig með prýði. Andrea Sæmundsdóttir og Halldóra Arnalds Guðmundsdóttir tóku þátt fyrir hönd Ölduselsskóla. Hjartanlega til hamingju með góðan árangur.

Nánar
08 feb'22

Veistu hvað – fræðaveggur

5. bekkur hefur verið að sjá um fræðavegginn okkar síðustu vikur. Að þessu sinni er kynning á stærðfræðihugtökunum speglun-hliðrun-snúningur. Nemendur hafa sett verkefni sín á vegginn og eru þau sannkölluð listaverk.

Nánar
06 feb'22

Enginn skóli 7. febrúar – íslenska/english/polish

English and Polish below Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar.   Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og…

Nánar
25 jan'22

Gleðilegt nýtt ár

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Við þökkum samstarfið á liðnum árum og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Nánar