Skip to content
15 jún'21

Útskrift 10. bekkinga

Þann 9. júní útskrifuðust 51. nemandi í 10. bekk Ölduselsskóla við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Margir nemendur fluttu tónlistar- og dansatriði, Saga Lind flutti ræðu fyrir hönd nemendaráðs.  Afhend voru verðlaun fyrir þá nemendur sem þóttu skara fram úr á mörgum sviðum. Ölduselsskóli þakkar fyrir 10. bekkingum og foreldrum þeirra hjartanlega fyrir samveruna og…

Nánar
10 jún'21

Gleðilegt sumar

English below.. Kæru foreldrar/forráðamenn. Um leið og við, starfsfólk Ölduselsskóla, óskum ykkur gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir veturinn, viljum við láta ykkur vita að því að allir óskilamunir eftir veturinn, verða við við aðalinngang skólans á mánudag og þriðjudag í næstu viku (14. og 15. júní) klukkan 8:00 – 12:00. 10. bekkingum þökkum við…

Nánar
03 jún'21

Sara Líf íslandsmeistari í körfubolta

Hún Sara Líf okkar í 10. bekk og körfuboltaliðið hennar í Val gerðu sér lítið fyrir og unnu íslandsmestaratitil í körfubolta í gær., Óskum við Söru Líf og liðsfélögum hennar í Val, hjartanlega til hamingju 🙂

Nánar
27 maí'21

Leikskóli heimsækir Ölduselsskóla

Á dögunum komu leikskólakrakkar og verðandi 1. bekkingar í heimsókn til okkar í 1. bekk.  Þetta var mjög spennandi og skemmtilegt fyrir þau.  Stelpur í 7. bekk sungu lag eftir Ingó veðurguð með undirleik Elínrósar skólastjóra.  Allir skemmtu sér hið besta 🙂 Sjá nokkrar myndir hér

Nánar
27 maí'21

Skemmtileg og áhugaverð verkefni í 9. bekk

Í síðustu viku tóku nemendur í 9. bekk þátt í skemmtilegum og áhugaverðum verkefnum. Á miðvikudaginn tóku stúlkurnar þátt í verkefninu Stelpur og tækni sem hefur það markmið að hvetja stelpur til náms í tæknigreinum. Stelpurnar fengu innsýn í störf kvenna í tæknigeiranum og kennslu í forritun. Á föstudaginn fengu drengirnir síðan heimsókn frá teymi…

Nánar
21 maí'21

Hannaði og bjó til sinn eigin fermingarkjól

Hún Aðalheiður Ósk Stefánsdóttir, nemandi í 8. bekk Ölduselsskóla, gerði sér lítið fyrir í vetur og saumaði sér fermingarkjól.  Verkið vann hún í textílmennt í skólanum og líka heima. Virkilega vel gert hjá Aðalheiði Ósk 🙂

Nánar
19 maí'21

Vorhátíð Ölduselsskóla

Vorhátíð verður haldin í skólanum á föstudaginn á milli kl. 12:00-14:00. Því miður er ekki hægt að bjóða foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum að taka þátt að þessu sinni vegna sóttvarnalaga. Nemendur og starfsfólk mun því eiga glaðan dag saman þar sem meðal annars verða grillaðar pylsur, boðið upp á hoppukastala, andlitsmálningu, tónlist og hinar ýmsu…

Nánar