Skip to content
15 okt'21

Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn var haldinn fimmtudaginn 14. október í Ölduselsskóla. Margir nemendur og starfsmenn mættu í bleiku eða með eitthvað bleikt.  Að sjálfsögðu var boðið upp á bleikan grjónagraut við mikinn fögnuð viðstaddra. Sjá nokkrar myndir hér

Nánar
11 okt'21

Úlfljótsvatn 7. bekkur

7.  bekkur fór í skólabúðir á Úlfljótsvatni dagana 4.-6.október síðastliðin. Krakkarnir skemmtu sér konunglega í samvinnuleikjum, hópefli, bogfimi og klifri meðal annars og gengu á Úlfljótsfjall. Á kvöldvökunum var spilað bingó, dansað og sungið og á seinna kvöldinu var farið i feluleik úti i myrkrinu þar sem kennarar leituðu krakkanna með vasaljós að vopni og…

Nánar
07 okt'21

Tónmennt

Í vor voru keypt 15 Ukulele í Ölduselsskóla fyrir tónmennt.  Nemendur eru alsælir með hljóðfærin og hér má sjá þrjá nemendur í 7. bekk sem eru að æfa sig  🙂 Þetta eru þær Abigail, Auðbjörg Edda og Júlía Hrönn.

Nánar
07 okt'21

Júdó fréttir

Á haustmóti Judosambands Íslands sem fór fram um síðastliðnu helgi voru 5 keppendur sem einnig eru nemendur í Ölduselsskóla sem tóku átt. Þau stóðu sig mjög vel á mótinu og unnu þau öll til gullverðlauna í sínum aldursflokkum. Þetta eru: Eyja Viborg 7.bekk Hafþór Erlendsson 7. bekk Elías Funi Þormóðsson 8. bekk Romans Psenicnijs 9.…

Nánar
01 okt'21

Skrítin dýr – 6. bekkur

Nemendur í 6. bekk unnu verkefni í ensku þar sem þeir völdu sér dýr af lista yfir skrítin dýr í heiminum, öfluðu sér upplýsinga um dýrið og eru búin að skreyta skrifstofuganginn með þessum fínu listaverkum 🙂 Verkefnið skrítin dýr er liður í því að gera veggi skólans að fræðaveggjum. Nemendur vinna verkefni sem aðrir…

Nánar
15 sep'21

Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Í dag tók yngsta stigið þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Markmið hlaupsins er meðal annars að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur fengu yndislegt veður og lögðu sig fram við að hlaupa, ganga og skokka hringi í kringum skólalóðina. Svæðið við skólann okkar er einstaklega fallegt…

Nánar
24 ágú'21

Skólabyrjun

Skólabyrjun 23. ágúst hófst skólastarfið að nýju í Ölduselsskóla. Að því tilefni var flaggað. Það var dásamlegt að taka á móti nemendum aftur eftir sumarfrí. Að þessu sinni kom eingöngu einn árgangur á hverju stigi í hátíðarsalinn en aðrir fengu heimsókn frá stjórnendum á heimasvæðum. Við hlökkum til samstarfsins í vetur. Kær kveðja frá okkur…

Nánar
09 ágú'21

Skólasetning Ölduselsskóla.

Mánudaginn 23. ágúst er skólasetning Ölduselsskóla skólaárið 2021-2022. Vegna aðstæðna í samfélaginu þá þurfum við að haga skólasetningu á annan hátt en verið hefur. Nemendur 2., 5. og 8. bekkjar eiga að mæta á sal skólans en þetta eru þeir árgangar sem eru að fara á ný svæði og milli stiga í skólanum. Aðrir árgangar…

Nánar