Skip to content
04 jan'21

Skólahald

Kæru foreldrar. (English below) Gleðilegt nýtt ár og við vonum að þið hafið haft það gott í fríinu. Nú erum við að undirbúa okkur undir það að geta verið með nokkuð eðlilegt skólastarf. Reglugerð um skólahald er komin út og gildir til 28. febrúar. Í reglugerðinni mega ekki fleiri en 50 nemendur vera í rými…

Nánar
17 des'20

Gleðileg jól

Nú er Ölduselsskóli kominn í jólafrí. Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og vonum að þið hafið það gott í fríinu. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur þegar skólinn hefst að nýju þann 5. janúar árið 2021. Vinaheimar og Regnboginn eru að sjálfsögðu með opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístund. Ölduselsskóli is…

Nánar
17 des'20

Jólamatur nemenda

Í desember var matsalurinn skreyttur ljósum, lagt var á borð fyrir nemendur og jólatónlist ómaði. Nemendum var boðið að koma í sínum sótthólfum og gæða sér á gómsætum hátíðarmat. Nemendur voru virkilega þakklátir fyrir þetta uppbrot í skóladeginum.

Nánar
17 des'20

Jólahurðir Ölduselsskóla

Í Ölduselsskóla er árleg hefð að nemendur skreyti hurðir á heimastofum. Í þessari vinnu reynir á samvinnu, sköpun og vinnusemi. Skólinn er nú kominn í jólabúning og gaman að sjá fjölbreyttar hurðir sem veita gleði og kátínu. Sjá myndir hér

Nánar
17 des'20

Piparkökuhús – samkeppni

Nokkrir nemendur á unglingastigi hönnuðu, bökuðu og skreyttu piparkökuhús sem hluti af stærðfræðikennslu hjá Berglindi Jack. Í gær var kosning um fallegasta húsið og frumlegasta húsið. Sjá myndir af húsunum hér Valur Ólason átti frumlegasta húsið og Gwen Glydel Regalado Gimenez átti fallegasta húsið.  Óskum við þeim hjartanlega til hamingju 🙂 Fallegasta húsið – Gwen…

Nánar
15 des'20

Úrslit í jólamyndasamkeppni 2020

Föstudaginn 11. desember, voru veitt verðlaun fyrir jólamyndasamkeppni Ölduselsskóla. Óvenju margar jólamyndir bárust okkur að þessu sinni og voru fjögur fallegustu kortin valin af dómnefnd skólans. Vinningshafar 2020 eru: Rúnar Ingi Brynjarsson – 2. bekk Amelía Þorgrímsdóttir – 6. bekk Sigurrós Soffía Daðadóttir – 7. bekk Aðalheiður Ósk Stefánsdóttir – 8. bekk. Við, starfsfólk og…

Nánar
14 des'20

Englar flögra um Seljahverfið

Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og eru nemendur í Ölduselsskóla engin undantekning á því. Vegna COVID-19 höfum við ekki mátt blandast öðrum eins og við erum vön, þurfum að gæta ítrustu varúðar í kringum fólk, taka tillit og ýmislegt fleira sem við höfum lært. Oft hefur þetta ástand reynst okkur erfitt…

Nánar
10 des'20

Endurskinsmerki að gjöf

Í morgun kom Eva Jóna Ásgeirsdóttir fyrir hönd Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og færði Ölduselsskóla endurskinsmerki að gjöf fyrir alla nemendur skólans.  Verða þau afhent á allra næstu dögum. Þökkum við kærlega fyrir höfðinglega gjöf sem er sannarlega þörf á í skammdeginu 🙂

Nánar
08 des'20

Jólaþemadagar

Þessa dagana er mikil jólastemning í Ölduselsskóla. Krakkarnir hafa verið að skreyta stofurnar, hurðir, glugga og nærumhverfið sitt. Jólamyndasamkeppninni lauk í gær og hafa líklega aldrei verið jafnmargar myndir sendar inn í samkeppnina.  Dómnefnd kemur saman á fimmtudag og velur bestu jólamyndirnar sem prýða munu jólakort Ölduselsskóla 2020. Sjá myndir hér  

Nánar