Skip to content
22 nóv'21

Fræðaveggurinn – 7. bekkur

Nú hefur 7. bekkur tekið við Veistu hvað! – Fræðaveggnum og ætlar að kynna fyrir okkur töfra Indlands og hindúatrúar.  7. bekkurinn á vegginn þar til 2. desember og eftir það kemur efni frá nemendum í 2. bekk.

Nánar
05 nóv'21

Ferð á Ásmundarsafn

Á miðvikudag og fimmtudag fóru börnin í 4. bekk í ferð á Ásmundarsafn, farið var í tveimur hópum, sitt hvorn daginn. Á safninu fengu börnin fræðslu um listamanninn Ásmund Sveinsson, húsið sem safnið er í og listaverkin sem hann gerði. Börnin voru áhugasöm og voru sér og skólanum sínum til mikils sóma. Sjá nokkrar myndir…

Nánar
04 nóv'21

Vinadagurinn framundan

Við í Ölduselsskóla erum byrjuð að undirbúa vinadaginn sem er næstkomandi mánudag 8. nóvember.  Dagurinn verður meðal annars tileinkaður Uppbyggingarstefnunni okkar.  Grunnþarfirnar okkar fimm , öryggi – frelsi – gleði – áhrif – tilheyra. Nú er búið að klippa út merkin okkar góðu og bestu, skrifa á þau falleg orð sem tilheyra hverju merki. Sjá…

Nánar
04 nóv'21

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í september tóku nemendur Ölduselsskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Markmið hlaupsins er meðal annars að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur fengu yndislegt veður og lögðu sig fram við að hlaupa, ganga og skokka hringi í kringum skólalóðina. Svæðið við skólann okkar er einstaklega fallegt…

Nánar
04 nóv'21

Skrekkur 2021

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Nokkrir skólar keppa á þremur undanúrslitakvöldum í Borgarleikhúsinu og úrslitin fara svo fram þann 8. nóvember. Á undanúrslitakvöldinu 1. nóvember var Ölduselsskóli á meðal þátttakenda. Keppnin var hin glæsilegasta og keppendur stóðu sig stórkostlega.  Því miður komst Ölduselsskóli ekki áfram í keppnni en það útilokar ekki að…

Nánar
04 nóv'21

Veistu hvað ? – Fræðaveggur, 3. bekkur

Nú hefur 3. bekkur hengt upp sitt framlag til fræðaveggjarins. Að þessu sinni eru nemendur í 3. bekk að fræða okkur um fjölbreytileikann í skólasamfélaginu okkar á skemmtilegan hátt. Verkefnið er liður í því að gera veggi skólans að fræðaveggjum. Nemendur vinna verkefni sem aðrir fá að njóta góðs af. Nemendur og starfsfólk hafa því…

Nánar
02 nóv'21

Endurskinsmerki að gjöf

Foreldrafélögin í Breiðholti hafa gefið nemendum endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eru merkt BREIÐHOLT og er líka hægt að nota þau sem ljós sem hefur þrjár mismunandi stillingar. Nemendaráð Ölduselsskóla gengu í árganga í morgun og afhentu gjöfina. Við í Ölduselsskóla þökkum foreldrafélögunum í Breiðholti kærlega fyrir. Hér eru nemendur í nemendaráði að afhenda börnum í 5. bekk…

Nánar
02 nóv'21

Söngur á sal.

Yngsta stig Ölduselsskóla eru með söng í sal á þriðjudögum ásamt tónmenntakennaranum okkar Jenny.  Mikil gleði hefur verið með þetta, enda hefur lítið verið gert að þessu síðan Covid skall á og er þetta því kærkomið að koma á sal og syngja smá.

Nánar