Skip to content

Íslenskuverðlaun

Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Markmið þeirra er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Vegna COVID-19 voru verðlaunin afhent í skólanum á Degi íslenskrar tungu.“
70 nemendur í 34 grunnskólum í Reykjavík fengu verðlaun. Í Ölduselsskóla voru það Olivier Kaczmarek í 4. bekk, Lukas Danupas í 7. bekk og Guðmundur Kristinn Davíðsson í 9. bekk sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju og vonum að viðurkenningin verði þeim áframhaldandi hvatning.
Sjá myndir hér