Skip to content

Kæru foreldrar/Dear parents

Kæru foreldrar.
Undanfarnir dagar hafa gengið vel. Börnin ykkar koma hress og kát í skólann og nýta tímann vel sem þau hafa með kennurunum sínum. Nokkrir starfsmenn og börn eru í sóttkví en allir eru tilbúnir að hjálpast að til að láta áætlanirnar ganga upp.
Okkur hefur tekist vel til að hindra að hópar nemenda og starfsfólks sé að blandast. Í lok dags koma foreldrar, systkini eða aðrir að sækja nemendur og þá er mikilvægt að muna það að koma ekki inn í skólann heldur hringja á skrifstofuna á skólatíma eða Vinaheima eftir hádegi. Við sendum þá börnin út til ykkar. Eins viljum við biðja ykkur, kæru foreldrar, að hvetja börn ykkar til að reyna að virða hópaskiptingar einnig eftir skóla. Heimili og skóli er með frétt á heimasíðu sinni þar sem þetta er tekið fyrir https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/18/um-samgang-barna-eftir-skolatima-a-medan- samkomubanni-stendur/
Eftir því sem tíminn líður er eðlilegt að það fækki í starfshópnum okkar þar sem fólk þarf eflaust að fara í sóttkví eða getur jafnvel orðið veikt. Við reynum að manna alla hópa en það getur komið að því að það takist ekki. Í þeim tilfellum muni þið fá sendan tölvupóst og smáskilaboð í síma (sms) með upplýsingum um hvaða hópur verður sendur heim.
Enn og aftur þökkum við fyrir öll fallegu skilaboðin frá ykkur.
kær kveðja
Elínrós

 

Dear parents.
The last few days have been going well. The children arrive at school cheerful and energetic and use the time with their teachers well. A few staff and students are quarantined and everyone is working together towards sticking to all the plans.
Maintaining the separation between staff/student groups is going well. At the end of the school day when parents, siblings or others pick students up it’s important to remember not to enter the school but rather call the office during school hours or „Vinaheima“ after lunchtime. We will send the children out to you. We also want to ask you, dear parents, to encourage your children to maintain the group separation after school hours. „Heimili og skóli“ have written an article on their website where this subject is covered https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/18/um-samgang-barna-eftir- skolatima-a-medan-samkomubanni-stendur/
As time progresses it is normal that our staff numbers are reduced as some people will inevitably be put in quarantine or will even become sick themselves. We will try our best to mann all groups but eventually that will not be possible anymore. When this happens we will send emails and text messages with information regarding which groups will be sent home.
Once again we thank you for all your beautiful messages, Best regards,
Elínrós, principal