Skip to content

Meistaralestur

Lestrarátak var haldið í skólanum dagana 26. apríl – 2. maí og tóku allir bekkir þátt í átakinu.

Meistaralestur er heimalestrarátak sem stendur í viku þar sem nemendur lesa heima af kappi og skrá lesturinn á skráningarblað. Verðlaun, brons, silfur eða gull, voru veitt að átaki loknu eftir því hversu margar mínútur hver árgangur las heima að meðaltali. Verðlaunin voru ýmist kaka, sleikjó, íspinni eða popp og mynd.

6. bekkur las að meðaltali 50 mínútur og hlutu þau þessa gullfallegu köku í verðlaun.

Við þökkum góða þátttöku í átakinu og óskum öllum til hamingju með árangurinn.