Skip to content

Öðruvísi öskudagur í Ölduselsskóla

Öskudagur í Ölduselsskóla var að þessu sinni með öðru sniði en venjulega. Undanfarin ár hefur dagurinn verið einkar ánægjulegur bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Flestir koma í búningum og skólanum hefur verið breytt í sannkallaðan skemmtistað þar sem nemendur hafa geta farið um allt og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum. Að þessu sinni vörnuðu sóttvarnarreglur okkur frá því að hægt væri að blanda nemendum um allan skólann og var því brugðið á það ráð að gera eitthvað nýtt. Árgangarnir undirbjuggu dagskrá hver fyrir sig en einnig fengum við inn aðkeypt atriði í samstarfi við foreldrafélagið í skólanum. Leikhópurinn Lotta hélt leiksýningu fyrir nemendur í 1.-4. bekk og nemendur í 5. -10. bekk fengu danskennslu frá Dansskóla Brynju Péturs. Það var mikil gleði í nemenda og starfsmannahópnum þennan dag. Þrátt fyrir að það hafi þurft að breyta út af vananum þá var þessi öskudagur virkilega vel heppnaður.

https://olduselsskoli.is/wp-content/uploads/2021/02/IMG_20210217_110355-1-scaled.jpg