Skip to content

Ölduselsskóli íslandsmeistari í skák

Ölduselsskóli kom sá og sigraði á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór  í Rimaskóla í gær 24. maí,  en 22 sveitir tók þátt og börðust um titilinn.

Með sigrinum vann sveitin sér þátttökurétt sem fulltrúar Íslands á Norðurlandamóti grunnskóla sem á að fara fram í Danmörku í haust.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ölduselsskóli vinnur íslandsmeistara titilinn! Með miklu stolti óskum við, starfsfólk Ölduselsskóla, þeim hjartanlega til hamingju !!

Sjá frétt