Skip to content

Reglugerð vegna Covid-19

Breytt reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.

Börnum fæddum 2005 og síðar er skylt að fara í sóttkví með foreldri eða forráðamanni þegar þau koma til landsins. Reglugerðin gildir til 1. febrúar og við fylgjumst með hvort einhverjar breytingar verði gerðar þá.

Sjá reglugerð hér: https://www.ahs.is/wp-content/uploads/2021/01/B_nr_6_2021.pdf

Í reglugerðinni eru börn sem ferðast ein á milli landa ekki nefnd. En skóla- og frístundasvið leggur ríka áherslu á að öll börn fari í sóttkví við komu til landsins eftir dvöl erlendis líkt og fullorðnir og komi ekki í skóla fyrr en að sóttkví lokinni. Val er um 5 daga sóttkví sem lýkur með skimun eða 14 daga sóttkví.

Ef eitthvað hamlar því að barn fari í sóttkví eftir að hafa ferðast eitt á milli landa er opið fyrir það að barnið mæti til skóla en þá þarf umgjörð skólastarfs fyrir viðkomandi barn að vera þannig að það sé ekki í nánd við önnur börn í starfinu og fáir starfsmenn sinni því með ítrustu sóttvarnarráðstöfunum.

Það er mikilvægt að við gerum öll okkar besta til að hindra útbreiðslu veirunnar og stöndum vörð um skólastarfið. Við erum öll almannavarnir.