Skip to content

Skólahald í verkfalli

Kæru foreldrar (english below)

Fyrirhugað verkfall Sameykis hefur mikil áhrif á skólastarfið en við höfum skipulagt það með það að markmiði að reyna að halda úti kennslu eins og kostur er með öryggi nemenda að leiðarljósi. Í næstu viku verður opnun á hverjum degi en ljóst er að hún er háð umsögn frá heilbrigðisyfirvöldum og sóttvarnalækni m.a. vegna COVID-19 veirunnar.

Hér á eftir má sjá hvernig skólastarf í Ölduselsskóla verður háttað komi til verkfalls:

.    1.-4. bekkur er í skólanum eingöngu frá kl. 8:30-9:50
.    5.-7. bekkur er í skólanum eingöngu frá kl. 10:10-12:10
.    8.  bekkur mætir alla daga nema miðvikudag frá kl. 10:10-12:10. Á miðvikudag eru þau í skólanum kl. 13:00-15:00.
.    9. bekkur er í skólanum á mánudag og föstudag kl. 10:10-12:10. Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag eru þau í samræmdu prófum og mæta annaðhvort fyrir eða eftir hádegi (8:30-11:30 eða 11:45-14:45). Prófin fara fram á bókasafni.
.    10. bekkur mætir í skólann mánudag, þriðjudag og föstudag frá kl. 10:10-12:10 en miðvikudag og fimmtudag frá kl. 8:30-9:50.

Starfsmenn Sameykis sinna stuðningi við nemendur, gæslustörfum, mötuneyti, símsvörun, skrifstofustjórn og húsvörslu.  Einnig er öll ræsting í höndum starfsmanna Sameykis.

Skipulagið gildir frá mánudegi 9. mars og munum við senda ykkur nýjar upplýsingar ef staðan breytist. Skólinn mun opna kl. 8:30 vegna þess að engin gæsla er fyrir þann tíma. Nemendur kom inn um sína innganga eins og venjulega og hitta kennara í stofum sínum.

Ef börn ykkar eru veik eða þurfa leyfi biðjum við ykkur vinsamlegast að skrá forföll í Mentor eða láta vita með því að senda tölvupóst á netfangið olduselsskoli@rvkskolar.is .

Við lok skólatímans munu kennarar fylgja nemendum út. Ef þið ætlið að sækja börn ykkar þá biðjum við ykkur um að virða tímasetningar þar sem engin gæsla er til staðar og ekki hægt að leyfa nemendum að vera eftirlitslaus inni.

Sundlaugin verður lokuð í verkfalli. Íþróttakennarar munu sjá um annarskonar íþróttakennslu og biðjum við alla nemendur um að vera viðbúna því að taka þátt í útikennslu með því að vera klædd eftir veðri.

Mötuneytið verður lokað í verkfalli og verður því ekki boðið upp á ávexti eða mat.

Vinsamlegast athugið að samræmd próf fara fram í 9. bekk dagana 10., 11. og 12. mars. Upplýsingar varðandi prófin og tímasetningar hafa verið sendar heim.

Kveðja,
skólastjórnendur

Dear parents.
We have made a plan if Sameyki strike will start Monday 9th March.

The strike will have a major impact on our school, but we will try to teach as much as we can with student safety as our main goal. Next week we will try to have a specific opening every day but it is clear that the opening is subject to a review by the health authorities (Landlæknir) due to the COVID-19 virus.

1.-4. grades attend school from 8:30-9:50.
5.-7. grade atthend school from 10:10-12:10
8. grade attend school every day except Wednesday from 10:10-12:10. On Wednesday attend from 13:00-15:00.
9. grade attend Monday and Friday from 10:10-12:10. Tuesday, Wednesday and Thursday they have- Standardized Tests (information have been sent home)
10. grade attend school Monday, Tuesday, Friday from 10:10-12:10 and Wednesday and Thursday from 8:30-9:50.

The school will not open until 8:30 o’clock because of the strike. We ask the students to come through their usual entrances. If you are going to pick your child up in the end of the school day we ask you to be punctual because we can not allow the children to be on their own inside the building.

If your child will not come to school please notify by email to olduselsskoli@rvkskolar.is or through Mentor.

The swimmingpool will be closed during the strike. The gymnastic classes will be taught in the gym hall or outside so it is important that the children are dressed properly.
The cantine is closed during the strike so there will be no food provided.
Greetings,
school administrators