Skip to content

Skólahald

Kæru foreldrar. (English below)

Gleðilegt nýtt ár og við vonum að þið hafið haft það gott í fríinu.

Nú erum við að undirbúa okkur undir það að geta verið með nokkuð eðlilegt skólastarf. Reglugerð um skólahald er komin út og gildir til 28. febrúar. Í reglugerðinni mega ekki fleiri en 50 nemendur vera í rými innandyra en þó með undantekningu í matsal en þar mega vera fleiri þar sem nemendur staldra stutt við, salurinn er vel loftræstur og lítil smit eru í samfélaginu þessa stundina. Starfsfólk heldur áfram að virða tveggja metra regluna sín á milli og nota grímu ef ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni. Nemendur eru eins og áður undanþegnir þeirri reglu. Blöndun á milli hópa er í lagi og má starfsfólk einnig fara á milli hópa þar sem það á við. Okkur er uppálagt að halda áfram að gæta ítrustu varkárni og virða sóttvarnir og höldum við því áfram að hvetja til handþvottar, spritt verður ennþá aðgengilegt og snertifletir sótthreinsaðir reglulega.

Í jólafríinu var verið að vinna að lagfæringum í hátíðarsalnum og standa framkvæmdir þar yfir. Þar sem salurinn hefur ekki verið nýttur neitt að ráði í vetur er þetta góð tímasetning fyrir framkvæmdir.

Á morgun, þriðjudag, verður kennsla eftir stundatöflum eins og þær voru fyrir jól en svo fylgjum við venjulegum stundatöflum strax á miðvikudaginn, valið í unglingadeildinni mun þó ekki hefjast fyrr en í næstu viku. Nemendur munu strax á miðvikudag fá heitan mat í mötuneytinu og mun matseðill verða sendur út í vikunni. Við minnum þá á sem hafa verið erlendis í jólafríinu að þeir verða að fara í tveggja vikna sóttkví eða bíða eftir að fá neikvætt svar úr seinni skimun áður en þeir mæta í skólann.

Við hlökkum til að fá nemendur okkar aftur inn í skólann.
Kær kveðja,
stjórnendur

Dear parents.

Happy new year.

We are preparing for a normal school day that will begin on Wednesday. Tomorrow we will have the same schedule as we did before Christmas. In the new regulation we are allowed to have 50 students in each room with the exeption of the dining hall. We will offer a hot meal from next Wednesday and until the end of February if nothing changes.

Those who have been abroad during Christmas have to quarantee before they come back to school.

We look forward seeing our students again.

Greetings,
Principals