Mötuneyti var tekið í notkun 1. september 2008. Mötuneytið tekur 216 gesti í sæti.

Umsjónarmaður mötuneytis er matreiðslumaðurinn Guðbrandur Gunnar Björnsson og með honum starfa Thanh Kim Thi Cao og Ingibjörg Rósa Ólafsdóttir.  Skólaliðar eru svo að störfum í matsal eftir álagi. Matinn þarf að reiða fram í þremur hollum.
  • Klukkan 11.50 borða nemendur í 1. - 4. bekk
  • Klukkan 12.20 borða nemendur í 5. - 7. bekk
  • Klukkan 12.40 borða nemendur í 8. - 10. bekk
  • Skráning í mat fer í gegnum Rafræna Reykjavík undir umsóknir/skóli og frístundir/pöntun á skólamáltíðum
  • Mánaðarlegt gjald fyrir hádegismat er samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er innheimt 9 sinnum á skólaári frá september til loka maí í jöfnum greiðslum.  Gjaldið er nú 9.270 krónur á mánuði og er það innheimt eftir á.
  • Ef mataráskrift er hætt, þarf að segja henni upp fyrir 20. hvers mánaðar í Rafrænni Reykjavík og tekur hún þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum.
  • Athugið að mataráskrift heldur áfram næsta skólavetur nema henni sé sagt upp.
  • Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við skrifstofu skólans og koma með vottorð. (Sjá athugasemdir um ofnæmi eða óþol)
  • Systkinaafsláttur er veittur samkvæmt ákvörðun borgarráðs hverju sinni og er hann nú þannig að einungis er greitt fyrir tvö börn með sama lögheimili.  Afslátturinn reiknast við útgáfu kröfunnar.

http://reykjavik.is/thjonusta/motuneyti-i-grunnskolum

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann