Í Ölduselsskóla starfar náms- og starfsráðgjafi.   Hlutverk hans er að standa vörð um velferð  nemenda, styðja þá og liðsinna í málum er snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval.

Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011)  segir um hluverk náms- og starfsráðgjafa:

Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjöf felst í því að liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg. Mikilvægt er að nemendur fái aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi.

Ýmislegt tengt náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu má finna á heimasíðu Arnars Þorsteinssonar fyrrum náms- og starfsráðgjafa við Ölduselsskóla.  
 
Námsráðgjafi skólans er Erla Erlendsdóttir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í fjarveru Fríðu Kristjánsdóttur sem er í námsleyfi skólaárið 2018-2019

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann