Skólahjúkrunarfræðingur Ölduselsskóla skólaárið 2018-2019 er Íris Friðriksdóttir

Netfang skólahjúkrunar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

             Viðvera hjúkrunarfræðings:
Mánudagur     8:00-12:00  
Þriðjudagur    8:00-14:00
Miðvikudagur  8:00-14:00
Fimmtudagur  8:00-14:00

Föstudagur     8:00-14:00

Heilbrigðisfræðsla er einn af mikilvægustu þáttum í heilsuvernd grunnskólabarna. Markmið fræðslunnar er að auka þekkingu þeirra á heilsu og þáttum sem hafa áhrif á hana. Heilbrigðisfræðslan getur þannig haft jákvæð áhrif á viðhorf og stuðlað að heilbrigðum lífsstíl. Hjúkrunarfræðingur Ölduselsskóla kennir einnig 10. bekkingum skyndihjálp.
6H-heilsunnar er samstarfsverkefni Miðstöðvar heilsuverndar barna og Lýðheilsustöðvar. 6H-heilsunnar er fræðsluefni sem er að miklu leiti þróað af skólahjúkrunarfræðingum. Hægt er að skoða fræðsluna á vef heilsugæslunnar:

Lyfjagjafir til skólabarna á skólatíma
Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru komnar vinnureglur um lyfjagjöf til barna á skólatíma. Þessar reglur eru settar til hagsbóta fyrir barnið, foreldra þess og þá sem annast barnið í skólanum. Kemur þar meðal annars fram, að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau, sem á þau hefur verið ávísað af lækni. Börn geta aldrei borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra, en skólahjúkrunarfræðingur og starfsmaður skóla aðstoða barnið. Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Foreldrar þeirra barna sem þurfa lyf á skólatíma eiga að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing sem gefur nánari upplýsingar og afhendir jafnframt þar til gert eyðublað sem útfyllist af lækni barnsins.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann