Skip to content
14448909_10208840488864232_5003362795374354982_n

Velkomin á heimasíðu

Ölduselsskóla

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendafjöldi skólaárið 2022 - 2023 er u.þ.b 512 nemendur. Starfsmenn skólans er um 80 talsins.

Skólinn stendur við Öldusel 17 og er símanúmerið okkar 411 7470.

Í Ölduselsskóla er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda. Ölduselsskóli starfar eftir grunnskólalögum og aðalnámskrá grunnskóla.

Stjórnendur skólans

Una Jóhannesdóttir, skólastjóri. Netfang: unajoh@rvkskolar.is

Erla Erlendsdóttir, aðstoðarskólastjóri.  Netfang: erlae@rvkskolar.is

Eygló Guðmundsdóttir, deildarstjóri sérkennslu. Netfang: eyglo.gudmundsdottir@rvkskolar.is

Kristjana Vilhelmsdóttir, skrifstofustjóri. Netfang: kristjana.vilhelmsdottir@rvkskolar.is

Linda Rós Guðmundsdóttir, umsjónarmaður fasteignar. Netfang: linda.ros.gudmundsdottir@rvkskolar.is

 

Skólareglur

Í Ölduselsskóla gildir sú almenna regla að hver og einn á að vera öruggur við nám og leik. Við vinnum í anda einkunnarorða skólans: færni, virðing og metnaður.

Skólareglurnar á íslensku

Skólareglurnar á ensku