Mánudaginn 12. desember 2016 var kynnt lokaskýrsla ytra mats á skólastarfi Ölduselsskóla.

Þrjú svið starfsins voru tekin til skoðunar; stjórnun, nám og kennsla og mannauður.

Í stórum dráttum má segja að niðurstöðurnar hafi verið ánægjulegar fyrir skólann þó auðvitað hafi líka verið bent á atriði sem betur mættu fara.

Í samantekt niðurstaðna kemur fram að skólabragur Ölduselsskóla einkennist af jákvæðum anda samstarfs og virðingar. Þá kemur fram að starfsandi sé almennt góður og nemendur og foreldrar ánægð með skólann og starfið.

Nemendur hafa trú á eigin getu og möguleika í námi og langflestar kennslustundir sem metnar voru reyndust frábærar eða góðar. Einelti mælist lágt í skólanum, kennarar eru jákvæðir gagnvart nemendum og meirihluti nemenda er sammála því að kennarar og starfsfólk sé sanngjarnt og sýni þeim virðingu.

Það má því að gildi skólans ; færni virðing og metnaður einkenni skólabraginn samkvæmt matinu og er það vel.

Skýrsluna í heild má nálgast hér.

Prenta | Netfang

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

roskun full banner

islenski faninn  pólski fáinn  breski fáinn  taelenski-faninn 93x67  Spain russneski     

Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

school bus

Göngum í skólann

gongumiskolann