Skip to content

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin þann 29. mars eftir tveggja ára pásu. Borgarholtsskóli hefur haldið keppnina undanfarin ár og var almenn ánægja með það að hægt væri að halda hana aftur. Tilgangur með keppninni er „að efla stærðfræðiáhuga ungs fólks og auka tengsl grunnskólanna við Borgarholtsskóla“.

Þriðjudaginn 5. apríl var boðað til verðlaunaafhendingar og er skemmtilegt að segja frá því að af 10 af 30 efstu nemendum í 8. – 10. bekk komu úr grunnskólum í Breiðholti.

Úr Ölduselsskóla fengu tveir nemendur verðalun og voru á meðal 10 efstu í sínum aldursflokki. Árni Benediktsson varð í 3. sæti á meðal keppenda í 8. bekk og Oliver Aron Andrason varð í 9. sæti á meðal keppenda í 9. bekk. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn.