Heilsugæsla
Skólahjúkrunarfræðingur Ölduselsskóla er Kristbjörg Eva Heiðarsdóttir.
Netfang skólahjúkrunar er olduselsskoli@heilsugaeslan.is
Skólahjúkrunarfræðingur er við sem hér segir:
Mánudaga 8:00 - 12:00
Þriðjudaga 10:00 - 16:00
Miðvikudaga 8:00 - 12:00
Fimmtudaga 8:00 - 16:00
Föstudaga 8:00 - 12:00
Lyfjagjafir til skólabarna á skólatíma
Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru komnar vinnureglur um lyfjagjöf til barna á skólatíma. Þessar reglur eru settar til hagsbóta fyrir barnið, foreldra þess og þá sem annast barnið í skólanum. Kemur þar meðal annars fram, að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau, sem á þau hefur verið ávísað af lækni. Börn geta aldrei borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra, en skólahjúkrunarfræðingur og starfsmaður skóla aðstoða barnið. Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Foreldrar þeirra barna sem þurfa lyf á skólatíma eiga að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing sem gefur nánari upplýsingar og afhendir jafnframt þar til gert eyðublað sem útfyllist af lækni barnsins.