Skip to content

Út um borg og bæ

Einn af vorboðunum hjá okkur í Ölduselsskóla allnokkur síðustu ár er útivist tengd valfaginu: Út um borg og bæ. Þetta er nokkuð vinsælt val og stundum velja nemendur ár eftir ár að fara í skemmtilega göngu- og hjólaferðir. Ferðirnar eru þó færri í ár vegna dvalans sem samfélagið lagðist í á einmánuði og hörpu, einungis tvær ferðir. Fyrri ferðin var farin síðastliðinn föstudag. Þá var ekið í langferðabifreið að Hvaleyrarvatni. Þar er afskaplega gaman að ganga, góðir stígar, skófir, fallegt vatn, mikið fuglalíf, kyrrt og friður. Við gengum ekki aðeins umhverfis vatnið heldur gengum við einnig svonefndan Stórhöfðastíg og upp á höfðann. Alls um 8 kílómetra. Myndirnar eru teknar á og við höfðann.
Kveðja Ingólfur og Jóhanna.
Myndir má sjá hér