Skip to content

Útskrift í 10. bekk

Þann 7. júní útskrifaðist flottur hópur nemenda í 10. bekk úr Ölduselsskóla við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Athöfnin gekk vel, það var mikið hlegið og sungið og vorum við mjög heppin með veður.

Ásgeir Máni flutti ræðu fyrir hönd nemendaráðsins, Guðmundur Kristinn spilaði á gítar og Elma Finnlaug og Oddný Victoria spiluðu saman á píanó.

Við kveðjum flottan hóp með trega og óskum við útskriftarnemum velfarnaðar í öllu því sem þau taka fyrir sér.

Sumarkveðjur,

Starfsfólk Ölduelsskóla.

Sjá myndir hér